Background picture of a dream catcher
Background picture of a dream catcher

Draumatákn drauma þinna

Leitaðu að merkingu drauma þinna

Finndu draumatáknið þitt

Veldu staf

Draumatákn drauma þinna

Draumatáknið Bíll

Draumatákn drauma þinna

DraumatákniðBíll

Sláðu inn draumatákn í leitarvélina

Finndu draumatáknið þitt

Veldu staf

Bíll

Draumar þar sem bílar koma fyrir ráðast mikið af fleiri táknum.

Ef bíllinn er aðeins farartæki til að komast á milli staða og virðist ekki hafa áhrif á gang draumsins er hann merkingarlítið tákn.

Fyrir góðu þykir ef bíl er ekið í gegnum vatn, það merkir velgengni í viðskiptum.

Að aka bíl á miklum hraða er fyrir óvæntum fréttum.

Ef bíll er bensínlaus eða bilar snögglega er það fyrir því að þú ert of fljótfær í ákvörðunum og getur orðið fyrir tjóni vegna þess.

Ekki þykir hagstætt að dreyma leigubíla, þó fer það eftir nafni bílstjórans ef það kemur fyrir.

Oft getur góð ökuferð verið fyrir fjárhagslegum gróða.

Sumir tengja bíldrauma við innri óskir viðkomandi til þess að komast burt, losna undan einhverju sem íþyngir þeim.

Yfirfullur bíll, vörubíll með stóru hlassi getur merkt að dreymandinn hafi tekið meira að sér en hann er maður til að standa undir.

Í sumum draumaráðningabókum er draumur þar sem bíll er aðaltáknið, merki um þrá dreymandans til nánari kynna við ákveðinn aðila af hinu kyninu.

Ef springur á bíl í draumi er það fyrir því að þú ættir að vera vandlátari í vinavali.

Deila þessum draum

Sjá einnig

KeyraStrætó
Ad
300 x 250
Ad
300 x 250