Background picture of a dream catcher
Background picture of a dream catcher

Draumatákn drauma þinna

Leitaðu að merkingu drauma þinna

Finndu draumatáknið þitt

Veldu staf

Draumatákn drauma þinna

Draumatáknið Áfengi

Draumatákn drauma þinna

DraumatákniðÁfengi

Sláðu inn draumatákn í leitarvélina

Finndu draumatáknið þitt

Veldu staf

Áfengi

Að hafna áfengi er fyrir góðu.

Að drekka létt vín í hófi í draumi boðar þér velgengni í einhverju áhugamáli. Það gæti líka bent til ánægjulegs vinafagnaðar á næstunni.

Þyki þér sem þú drekkir gott vín úr dýru glasi er það merki um tilfinningalega reynslu.

Að drekka bjór er tákn um misheppnuð viðskipti. Ef þú drekkur ekki í vöku mun tjón þitt vera óverulegt en þó er best að fara að öllu með gát.

Freyðandi bjór merkir ánægjulega kvöldstund.

Að drekka messuvín getur verið vísbending til þín um að sinna betur andlegum málefnum.

Að drekka rammt eða mjög sterkt vín merkir að þú skulir sýna þínum nánustu tillitssemi.

Að þamba úr flösku merkir ógæfulegt ástarsamband.

Að dreyma að þú sért að brugga vín er fyrir því að þú kemst í klandur.

 Að bjóða öðrum vín er aðvörun um að aðrir muni notfæra sér trúgirni þína.

Deila þessum draum

Ad
300 x 250
Ad
300 x 250